FIMMTUDAGUR 23. MARS NÝJAST 06:00

Minn tími mun koma

SPORT

Fimm í forystu eftir fyrsta hring á Sony Open

 
Golf
12:30 15. JANÚAR 2016
Vijay lék frábćrlega á fyrsta hring í gćr.
Vijay lék frábćrlega á fyrsta hring í gćr. GETTY

Fimm kylfingar deila efsta sætinu eftir fyrsta hring á Sony Open sem fram fer á Hawaii en aðstæður í gær til að skora vel voru með besta móti.

Þeir Ricky Barnes, Morgan Hoffmann, Kevin Kisner, Brandt Snedeker og Vijay Singh léku Waialae völlinn á 63 höggum eða sjö undir pari en margir sterkir kylfingar eru á eftir þeim á fimm og sex undir.

Frammistaða hins 52 ára Singh vakti mesta athygli en hann gæti orðið elsti sigurvegari í sögu PGA-mótaraðarinnar ef hann sigrar um helgina sem er met sem goðsögnin Sam Snead hefur átt síðan 1965.

Sigurvegari síðasta árs, Jimmy Walker, byrjaði titilvörnina sína rólega en hann lék á 69 höggum, einu undir pari, og er jafn í 68. sæti.

Sony Open verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni um helgina en útsendingartíma má sjá hér.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Golf / Fimm í forystu eftir fyrsta hring á Sony Open
Fara efst