Lífið

Fimm hundruð strákar á biðlista í kúrúgrúppuna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Ég gerði þetta fyrst bara í djóki og svo vatt þetta upp á sig,“ segir Hermann Þór Sæbjörnsson, maðurinn sem stofnaði Kúrufélagagrúppuna sem hefur notið gríðarlegra vinsælda á Facebook. 

Hermann mætti í viðtal í morgunþætti FM957 í morgun ásamt öðrum kúrara, henni Kiddý. Þar töluðu þau um Kúrufélagagrúppuna en Hermann fékk hugmyndina að grúppunni síðasta sumar.

Í dag eru rúmlega tvö þúsund meðlimir í grúppunni og hittast meðlimirnir reglulega og halda til dæmis spilakvöld. 

Hægt er að sækja um aðgang í hópinn, sem er lokaður, en Hermann og Kiddý vilja hafa fleiri stelpur en stráka í hópnum. Eins og heyra má í meðfylgjandi hljóðbroti eru um fimm hundruð strákar á biðlista og bíða eftir að fá inngöngu í hópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×