Viðskipti innlent

Fimm hundruð krónu seðillinn gæti heyrt sögunni til

Stefán Árni Pálsson skrifar
500 krónu seðill gæti orðið að klinki
500 krónu seðill gæti orðið að klinki vísir/heiða
Fimm hundruð krónu seðillinn gæti heyrt sögunni til í nánustu framtíð og orðið að mynt en þetta kemur fram í tímariti Seðlabankans, Fjármálainnviðir.

Í tímaritinu kemur fram að um 3% af verðmælti allra seðla séu fimm hundruð krónu seðlar.

Umfang seðlana hefur minnkað gríðarlega í hraðbönkum og ku það vera ein skýring á því að færri fimm hundruð krónu seðlar séu í umferð.

Í tímaritinu kemur einnig fram að tími 1, 5 og 10 króna mynteininganna sé í raun liðinn.

Myntin sé efnismikil og dýr í framleiðslu miðað við kaupmátt hennar.

Fram kemur í frétt Morgunblaðsins að enginn undirbúningur sé aftur á móti hafinn í málinu og því gæti verið töluverður tími í það að Íslendingar sjái fimm hundruð krónu mynt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×