Innlent

Fimm hjartaþræðingum frestað í dag vegna verkfalls

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á LSH.
Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Vísir/Getty
Fimm hjartaþræðingum og tveimur sérhæfðum hjartaaðgerðum hefur verið frestað á Landspítalanum í dag útaf verkfalli lækna á lyflækningasviði. Deiluaðilar ætla að funda í húsnæði ríkissáttasemjara í dag en launakröfur lækna munu kosta ríkið um fjóra milljarða.

Tveggja sólarhringa verkfalli lækna á heilsugæslustöðvum og á kvenna- og barnasviði og rannsóknarsviði Landspítalans lauk í gær. Á miðnætti hófst önnur lota verkfallsaðgerðar þegar læknar á lyflækningasviði Landspítalans og Sjúkrahúsinu á Akureyri lögðu niður störf.

Deiluaðilar ætla að funda í húsnæði ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag en læknar hafa krafist allt að 36 prósenta launahækkunar. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að þessi hækkun muni kosta ríkið um fjóra milljarða.

Rúmlega fimmtíu skurðaðgerðum var frestað á Landspítalanum útaf verkfalli á lækna lyflækningarsviði.

Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga á LSH segir að fresta þurfi fimm hjartaþræðingum í dag vegna verkfalls á lyflækningasviði.

„Í dag er búið að frestað fimm hjartaþræðingum og tveimur mjög sérhæfðum hjartaaðgerðum. Svo er þegar búið að fresta þremur hjartaþræðingum sem áttu fara fram á morgun. Það hefur gríðarlega mikið verið hringt á göngudeildirnar okkar. Starfsemi lyflækningasviðs er að hluta til í fjölmörgum göngudeildum og fólk er að afla sér upplýsinga,“ segir Ólafur.


Tengdar fréttir

Önnur verkfallslota hafin hjá læknum

Læknar á lyflækningasviði Landspítalans og á sjúkrahúsinu á Akureyri lögðu niður störf á miðnætti og stendur verkfall þeirra í tvo sólarhringa. Lyflækningasviðið er umfangsmesta sviðið á Landsspítalanum.

Reyna að milda áhrif sem mest

Læknar á Sjúkrahúsinu á Akureyri hófu verkfall á miðnætti og stendur verkfall þeirra yfir til miðnættis annað kvöld. Bjarni Jónasson, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stjórnendur stofnunarinnar reyna sem mest að milda þau áhrif sem verkfall lækna kunni að hafa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×