SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Fimm heimsmet féllu í gćr

 
Innlent
19:26 31. JANÚAR 2016

Níundu Reykjavíkurleikunum lýkur með pompi og prakt í Laugardalshöllinni í kvöld. Firnasterkir keppendur reyndu með sér á mótinu.

Um 2500 keppendur frá 39 þjóðlöndum hafa undanfarna daga reynt með sér á Reykjavíkurleikunum sem haldnir eru hér á landi í níunda sinn. Keppt er í 22 ólíkum greinum, meðal annars badminton og skylmingum, dansi og skíðaíþróttum, keilu og kraftlyftingum.

„Við erum mjög ánægð með hvað þetta er sterk keppni. Við erum að búa til afreksíþróttamót fyrir okkar besta íþróttafólk í yfir tuttugu greinum. Það er gaman að gefa þeim kost á að keppa á heimavelli allavega einu sinni á ári," segir Anna Lilja Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi Reykjavíkurleikanna.

Keppnin í öllum þessum einstaklingsgreinum var hörð og augljóst að engir aukvisar mættu til leiks.

„Það féllu fimm heimsmet í kraftlyftingum í gær. Fjögur þeirrra áttu Bandaríkjamenn og svo var það hann Júlían, íþróttamaður Reykjavíkur, sem setti heimsmet í flokki unglinga. Það var því mikil veisla hér í gær," segir Anna Lilja.

Reykjavíkurleikunum lýkur formlega í kvöld með miklum hátíðahöldum í Laugardalshöllinni. Hátíðahöldin eru öllum opin og hvetur Anna Lilja sem flesta til að mæta í Laugardalshöllina klukkan 20.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Fréttir / Innlent / Fimm heimsmet féllu í gćr
Fara efst