Erlent

Fimm fórust í flugslysi á Möltu

Atli ísleifsson skrifar
Slysið er það mannskæðasta í sögu Möltu á friðartímum.
Slysið er það mannskæðasta í sögu Möltu á friðartímum. Vísir/AFP
Að minnsta kosti fimm fórust í morgun þegar lítil flugvél hrapaði á flugvelli á Möltu.

Vélin, sem var tveggja hreyfla, hrapaði skömmu eftir flugtak frá flugvellinum í Luqa og er talið að allir um borð hafi farist. Slysið er það mannskæðasta í sögu Möltu á friðartímum.

Heimildarmenn Times of Malta segja að enginn um borð hafi komist lífs af, en hinir látnu eiga allir að hafa verið Frakkar. Vélin var á leiðinni til Misrata í Líbíu.

Fyrstu fréttir hermdu að starfsmenn Landamærastofnunar Evrópusambandsins, Frontex, hafi verið um borð í vélinni en þessu hefur verið hafnað af Frontex.

Búið er að fresta öllum brottförum frá alþjóðaflugvellinum á Möltu um stundarsakir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×