Innlent

Fimm einstaklingar hafa beðið í meira en þrjú ár eftir nýrnaígræðslu

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Tólf Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu.
Tólf Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu. Vísir/Getty
Tólf Íslendingar eru nú á biðlista eftir líffæraígræðslu. Þar af bíða tíu eftir nýra. Þá bíður einn eftir lifur og eitt barn eftir lunga.

Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttir þingmanns Framsóknarflokksins á Alþingi.

Meðalbiðtími hér á landi eftir því að fá nýra frá látnum gjafa er tæp tvö ár. Hann getur þó farið upp í allt að sjö og hálft ár.

Nú hafa fimm Íslendingar beðið meira en þrjú ár eftir nýrnaígræðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×