MÁNUDAGUR 26. SEPTEMBER NÝJAST 17:00

„Ekki trufla óvininn á međan hann er ađ kála sér sjálfur“

FRÉTTIR

Fimleikastúlka tók gólfćfingar á nćsta stig međ smá Whip, Nae Nae og einu Dab

 
Sport
23:30 09. FEBRÚAR 2016

Sophina DeJesus, bandarísk fimleikstúlka sem keppir fyrir UCLA-háskólann, sýndi áður óséð tilþrif í gólfæfingum um helgina þegar UCLA mætti Utah-háskólanum.

Æfingar DeJesus voru heldur betur nútímalegar því hún notaði bæði Whip og Nae Nae-dansana úr myndbandi Silentó og þá endaði hún æfingarnar með einu Dab úr lagi Migos.

Cam Newton, leikstjórnandi Carolina Panthers í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur gert „dabbið“ frægt í vetur eins og sjá má hér.

Samherjar DeJesus tóku allir undir á hliðarlínunni og dönsuðu með. Áhorfendur heimtuðu tíu fyrir gólfæfingarnar en hún fékk 9,925 sem var sjötta hæsta einkunn dagsins.

DeJesus var þó í sigurliðinu því UCLA vann Utah en siguvegari mótsins var klárlega DeJesus og þessar geggjuðu æfingar hennar sem sjá má í spilaranum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fimleikastúlka tók gólfćfingar á nćsta stig međ smá Whip, Nae Nae og einu Dab
Fara efst