Fótbolti

Filipe: Erum komnir þetta langt án ofurstjörnu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Filipe Luis fagnar með "stjörnunni“ Diego Costa.
Filipe Luis fagnar með "stjörnunni“ Diego Costa. Vísir/Getty
Filipe Luis, bakvörður spænska liðsins Atlético Madríd, segir sína menn eina liðið af þeim fjórum sem eftir eru í Meistaradeildinni sem treystir ekki á neina ofurstjörnu til að fleyta sér áfram.

Atlético er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn í 40 ár og mætir þar Chelsea. Fyrri leikurinn fer fram á heimavelli spænska liðsins í kvöld og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 18.45.

„Þetta verður líklega stærsti leikur lífs okkar. En við erum líka að berjast um deildarmeistaratitilinn í síðustu fjórum leikjunum á Spáni,“ segir Filipe Luis við spænska íþróttablaðið AS.

„Hin liðin eru komin þetta langt með ofurstjörnu innan sinna raða. Við höfum gert þetta án ofurstjörnu. Kannski er litið á DiegoCosta og DavidVilla sem stjörnur en hér er enginn merkari en hver annar.“

„Hér leggja allir sitt af mörkum. Diego Costa fótbrotnaði næstum því þegar hann reyndi að skora mark um daginn. Sem lið erum við bestir,“ segir Filipe Luis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×