Sport

Fiji burstaði Bretland og vann sitt fyrsta gull á Ólympíuleikum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Fiji fagna.
Leikmenn Fiji fagna. vísir/getty
Fiji vann í kvöld sitt fyrsta gull á Ólympíuleikum þegar liðið rústaði Bretlandi í úrslitaleiknum í sjö manna rúgbý, 43-7.

Fiji gerði sér lítið fyrir og komst í 36-0, en Bretland náði síðan að minnka muninn í 36-7. Nær komust þeir ekki og Fiji gerði út um leikinn.

Þeir skoruðu sjö stig í viðbót og unnu leikinn að lokum virkilega sannfærandi, 43-7, en Bretarnir áttu aldrei í séns í frábært lið Fiji.

Þetta var fyrsta gull Fiji á Ólympíuleikum, en mikill fögnuður braust út í lokin þegar ljóst var að leiktíminn væri búinn.

„Þetta er frábært. Þú getur séð það að ég er brosandi og það heldur mig frá því að gráta. Þeir geymdu það besta þangað til í lokin," sagði þjálfari Fiji, Ben Ryan, sem fæddist í London.

„Þeir spiluðu rosalega vel. Öll þjóðin - bæir og þorp munu sameinast núna - það verður umsátursástand."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×