Fótbolti

FIFA vill Platini í lífstíðarbann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty

Michel Platini verður mögulega meinað að starfa nokkru sinni við knattspyrnu á alþjóðavettvangi á nýjan leik ef marka má orð sem lögfræðingur hans lét falla í dag. Málaferli siðanefndar FIFA gegn þeim Platini og Sepp Blatter hófust formlega í gær.

Platini var í haust dæmdur í 90 daga bann af siðanefnd FIFA sem þýðir að hann getur ekki gegnt starfi sínu sem forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Þá er Platini einn varaforseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.

Sjá einnig: Platini reynir aðra áfrýjun

Sepp Blatter, forseti FIFA, hlaut sömu örlög vegna greiðslu sem Platini þáði frá FIFA árið 2011, skömmu áður en Blatter var endurkjörinn í embætti sitt. Báðir halda fram að það hafi verið vegna fyrri starfa Platini hjá FIFA en engin opinber gögn eru hins vegar til um greiðsluna. Þeir halda fram að um heiðursmannasamkomulag hafi veriða að ræða.

Thibaud d'Ales, lögmaður Platini, segir að meint krafa FIFA um lífstíðarbann sé skandall og of harkaleg viðurlög. Fulltrúar Platini vildu ekki tjá sig um hvort að það sama ætti við um Sepp Blatter.

Sjá einnig: Blatter nær dauða en lífi

Siðanefnd FIFA hóf formleg málaferli gegn þeim Blatter og Platini á mánudag og er búist við niðurstöðu frá nefndinni í næsta mánuði. Það má því ljóst vera að þeir eiga þunga refsingu yfir höfði sér verði þeir fundnir sekir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×