Fótbolti

FIFA skellir skuldinni á látinn mann

Valcke ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA.
Valcke ásamt Sepp Blatter, forseta FIFA. vísir/getty
FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum.

Þess í stað hefur FIFA skellt skuldinni á fyrrum fjármálastjóra sambandsins, Julio Grondona. Hann er látinn.

FIFA sagði við Sky Sports að Grondona hefði samþykkt greiðslu upp á 10 milljónir dollara sem er ástæðan fyrir handtökum FBI í síðustu viku.

FBI er að rannsaka meinta mútuþægni innan FIFA og er enn verið að handtaka fólk vegna málsins. FIFA er því í mikilli vörn enda sér ekki fyrir endann á málinu sem hefur enn frekar skaða ímynd sambandsins.


Tengdar fréttir

Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990

Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×