Fótbolti

FIFA setur Nígeríu í bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nígeríska landsliðið á HM í Brasilíu.
Nígeríska landsliðið á HM í Brasilíu. Vísir/Getty
Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur sett Nígeríu í bann vegna afskipta stjórnvalda í landinu.

Þetta var tilkynnt í dag en samkvæmt reglum sambandsins verða knattspyrnusambönd aðildarlanda FIFA fá að starfa sjálfstætt og án óeðlilegra afskipta þriðja aðila í viðkomandi landi.

Ákvörðun FIFA kom eftir úrskurð dómstóls í Nígeríu þar sem íþróttamálaráðherra landsins var gert að skipa opinberan aðila til að stýra knattspyrnusambandi landsins.

Þar til að banninu verður aflétt er liðum frá Nígeríu, hvort sem er landsliðum eða félagsliðum, meinað að taka þátt í alþjóðlegum keppnum eða leikjum.

Nígería átti að taka þátt í HM U-20 kvenna sem hefst í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×