Fótbolti

FIFA setur Niersbach í eins árs bann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Wolfgang Niersbach.
Wolfgang Niersbach. vísir/getty
Wolfgang Niersbach, fyrrverandi forseti þýska knattspyrnusambandsins, hefur verið bannaður frá afskiptum af fótbolta í eitt ár. Þetta kemur fram á vef BBC.

Siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, kvað upp úrskurð sinn í dag en það fann Niersbach sekan um að tilkynna ekki mögulega óstjórn sem hann vissi af í tengslum við kosningu FIFA um hvar HM 2006 átti að fara fram.

Þýskaland vann Suður-Afríku, 12-11, í kosningu framkvæmdastjórnar FIFA sem fór fram í júlí árið 2000. HM var svo haldið í Suður-Afríku fjórum árum síðar.

Niersbach sagði af sér í nóvember á síðasta ári þar sem hann tók ábyrgð á að hafa vitað af 4,9 milljóna króna greiðslu til FIFA sem keypti atkvæði fyrir Þýskaland í kosningunni.

Niersbach var sjálfur meðlimur í framkvæmdastjórn FIFA en sagði þegar hann lét af störfum að hann hefði alltaf unnið af heilindum.

Rannsóknarmennirnir sem skoðuðu mál Þjóðverjans vildu fá hann í tveggja ára bann en eitt ár varð niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×