Fótbolti

FIFA hefur yfirgefið mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jólin hafa verið erfið fyrir Blatter.
Jólin hafa verið erfið fyrir Blatter. vísir/getty
Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit.

Blatter hefur verið dæmdur í átta ára bann frá öllum afskiptum af knattspyrnu af siðanefnd FIFA. Michel Platini, forseti UEFA, fékk sama dóm hjá nefndinni.

Hinn afar umdeildi FIFA vill sem fyrr ekki gangast við neinum af þeim brotum sem hann er sakaður um í starfi og slær frá sér við hvert tækifæri.

„Ég er hættur að berjast fyrir FIFA því FIFA hefur yfirgefið mig. Nú berst ég fyrir sjálfan mig og minn heiður,“ sagði Blatter við þýska tímaritið Bunte.

„Þessar fölsku ásakanir hafa gefið mér nýjan kraft. Eftir jólin mun ég byrja að verja sjálfan mig.“

Blatter hefur verið forseti FIFA frá árinu 1998 en nýr forseti verður kjörinn næsta febrúar.


Tengdar fréttir

Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann

Sepp Blatter, forseti FIFA, og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið dæmdir í átta ára bann frá knattspyrnu en siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins hefur lokið rannsókn á mútumáli tengdum þeim báðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×