Fótbolti

FIFA hafnaði áfrýjun Suárez

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
FIFA hafnaði áfrýjun Luis Suárez eftir að leikmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða leikbann. Þetta var staðfest af hálfu knattspyrnusambandsins í dag.

Suárez fékk fjögurra mánaða bann fyrir að bíta Giorgio Chiellini leikmann Ítalíu á HM en það var í þriðja sinn sem Suárez bítur leikmann inn á vellinum. Leikmaðurinn baðst afsökunar í síðustu viku með opinberu bréfi en knattspyrnusambandið ætlar að viðhalda refsingunni.

Suárez þarf að sitja af sér níu landsleikja bann en hann hefur nú þegar afplánað einn leik af þeim þegar Úrúgvæ mætti Kólumbíu í 16-liða úrslitum Heimsmeistaramótsins. Suárez getur áfrýjað úrskurðinum á ný en þá fer málið fyrir íþróttadómstól og er óvíst er hvort hann geri það.

Búist er við því að gengið verði frá félagsskiptum Suárez til Barcelona á næstu dögum en líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag er byrjað að selja treyjur merktar Suárez í Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×