Fótbolti

FIFA: Stelpurnar munu spila á gervigrasi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður keppt á þessu gervigrasi í Edmonton á HM kvenna næsta sumar.
Það verður keppt á þessu gervigrasi í Edmonton á HM kvenna næsta sumar. Vísir/Getty
Fulltrúi FIFA sem er í heimsókn í Kanada til að skoða aðstæður fyrir HM kvenna í fótbolta segir að það séu engin plön um það að færa leikina frá gervigrasi yfir á náttúrulegt gras.

Knattspyrnukonur heimsins hafa mótmælt því að þær séu látnar spila á gervigrasi á HM og bentu á það að það myndi aldrei gerast á HM hjá körlunum.

Hópur leikmanna hefur gengið svo langt að þær eru farnar að huga að málsókn vegna aukinnar meiðslahættu og þess hvernig boltinn hagar sér öðruvísi á gervigrasi en á náttúrulegu grasi.

„Við munum spila þessa leiki á gervigrasi og það er ekkert plan B," sagði Tatjana Haenni, fulltrúi mótanefndar FIFA og yfirmaður mótanefndar kvenna.

FIFA hefur fengið óháðan sérfræðing til að skoða betur þá sex gervigrasvelli sem keppt verður á næsta sumar til þess að vera fullviss um að leikvellirnir standist kröfur FIFA.


Tengdar fréttir

Knattspyrnukonur hyggjast kæra FIFA

Meira en 40 af bestu knattspyrnukonum heims hafa í hyggju að kæra alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) og knattspyrnusamband Kanada (CSA) vegna þess að leika á á gervigrasi á heimsmeistaramótinu í Kanada næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×