Innlent

Fiðrildavöktun hafin nyrðra

Svavar Hávarðsson skrifar
Sumar tegundir sjást endrum og sinnum en aðrar ár hvert í stórum hópum.
Sumar tegundir sjást endrum og sinnum en aðrar ár hvert í stórum hópum. mynd/erling ólafsson
Árleg fiðrildavöktun Náttúrustofu Norðausturlands hófst í síðustu viku þegar fiðrildagildrur voru settar upp. Ljós gildranna eru tendruð 16. apríl ár hvert en teknar niður þann 5. nóvember. Gildra í Ási í Kelduhverfi hefur verið starfrækt frá 2007 en á Skútustöðum í Mývatnssveit frá 2009.

Gildrurnar eru tæmdar vikulega og aflinn sem úr þeim fæst er greindur til tegunda. Um 40 tegundir fiðrilda hafa komið í gildrurnar. Af sumum tegundanna hafa einungis komið örfá eintök en stundum þúsundir af öðrum árlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×