MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 11:30

Draumur rćttist hjá John Arne Riise á Anfield um helgina

SPORT

FIA samţykkir yfirtök Liberty Media

 
Formúla 1
23:30 20. JANÚAR 2017
Bernie Ecclestone, fyrrum eigandi sýningarréttar frá Formúlu1 og Jean Todt, forseti FIA.
Bernie Ecclestone, fyrrum eigandi sýningarréttar frá Formúlu1 og Jean Todt, forseti FIA. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandið samþykkti á fundi sínum í dag yfirtöku bandaríska fjölmiðlafyrirtækisins Liberty Media. Liberty Media keypti fyrir áramót ráðandi eignahluti í félagi sem fer með sýningarétt frá Formúlu 1.

FIA hefur með samþykki sínu gert Liberty Media kleift að stíga næstu skref í þá átt að taka yfir Delta Topco sem er móðurfélag Formúlu 1. Liberty Media vill klára samninginn í janúar mánuði. Sem er skemmri tímarammi en gert hafði verið ráð fyrir.

„Alþjóða akstursíþrótta ráðið hefur einróma samþykkt breytt eignarhald á Delta Topco hf. frá CVC Capital Partnest, til Liberty Media Corp. á fundi sínum í dag,“ segir í yfirlýsingu frá FIA.

„Alþjóðlega akstursíþróttaráðið er þeirrar trúar að Liberty, sem þekkt fjölmiðlasamstæða með reynslu á sviði íþrótta og afþreyinga, sé augljóslega í vel staðsett til að tryggja áframhaldandi þróun á fremstu mótaröð ráðsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / FIA samţykkir yfirtök Liberty Media
Fara efst