Íslenski boltinn

FH spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá kynningarfundi Pepsi-deildar karla í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag.
Frá kynningarfundi Pepsi-deildar karla í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag. Vísir/Vilhelm
FH-ingum er spáð sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar en úrslitin úr spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna var kynnt á kynningarfundi Pepsi-deildar karla í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í dag.

Jafnframt var liðum ÍBV og Leiknis spáð falli úr deildinni í haust. Nýliðar Skagamanna halda sæti sínu í deildinni samkvæmt þessari spáð en það munaði þó bara einu stigi á ÍA og ÍBV sem endaði í 11. sætinu.

FH-ingar fengu góða kosningu í fyrsta sætið en Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í öðru sætinu og KR verður síðan í þriðja sætinu samkvæmt spánni.

Blikar horfa örugglega bjartsýnum augum á spánna því Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrra eftir að hafa verið spáð fjórða sætinu fyrir mót. Breiðabliksliðinu er einmitt spáð fjórða sætinu í ár.

Pepsi-deild karla hefst sunnudaginn 3. maí næstkomandi en þá fara fram fimm af sex leikjum fyrstu umferðarinnar sem endar síðan með stórleik KR og FH daginn eftir.

Spáin í Pepsi-deild karla

1. FH 416

2. Stjarnan 373

3. KR 348

4. Breiðablik 331

5. Valur 257

6. Víkingur 242

7. Fylkir 228

8. Keflavík 189

9. Fjölnir 116

10. ÍA 108

11. ÍBV 107

12. Leiknir 93 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×