FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER NÝJAST 11:37

Umdeildur hollenskur flokksformađur sekur um hatursorđrćđu

FRÉTTIR

FH sendi Belenenses gagntilbođ

 
Enski boltinn
16:45 11. JANÚAR 2016
Emil Pálsson í leik međ FH.
Emil Pálsson í leik međ FH. VÍSIR/ANDRI MARINÓ

Það gæti ráðist á næstu dögum hvort að Emil Pálsson fari til portúgalska félagsins Belenenses á láni frá Íslandsmeisturum FH.

Eins og greint var frá um helgina hefur portúgalska liðið áhuga á að fá Emil að láni með þeim möguleika á að kaupa hann síðar.

Sjá einnig: Úrvalsdeildarlið í Portúgal vill fá Emil Pálsson

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri FH, segir að málið sé enn á frumstigi en að félagið hafi sent Belenenses gagntilboð.

„Það er of snemmt að segja hvort að félögin muni ná saman en ég held að þetta muni gerast hratt ef af þessu verður. Það verður bara að koma í ljós hvort að það gerist,“ sagði Birgir í samtali við Vísi í dag.

Emil Pálsson var valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla en hann var frábær í sumar, fyrst sem lánsmaður hjá Fjölni og svo FH í síðari hluta mótsins. Hann skoraði eitt mark í níu leikjum með Fjölni og svo sex mörk í tólf leikjum með FH.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / FH sendi Belenenses gagntilbođ
Fara efst