FH samdi viđ fćreyskan landsliđsmann og gerđi jafntefli viđ nýliđana

 
Fótbolti
22:12 19. JANÚAR 2016
Heimir Guđjónsson fékk nýjan leikmann í kvöld.
Heimir Guđjónsson fékk nýjan leikmann í kvöld. VÍSIR/VALLI

Íslandsmeistarar FH sömdu í kvöld við færeyska landsliðsmanninn Sonni Ragnar sem hefur verið á reynslu hjá félaginu að undanförnu.

Ragnar er 21 árs gamall varnarmaður sem var síðast á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland, en þetta kemur fram á fótbolti.net.

Sonni Ragnar, sem á þrettán landsleiki að baki fyrir Færeyjar, var í liði FH í kvöld þegar það mætti Þrótti í riðlakeppni Fótbolta.net-mótsins.

Liðin skildu jöfn, markalaus, en FH vann ekki leik í mótinu. Það tapaði fyrst fyrir KR, 2-1, og svo 2-1 á móti Skaganum.

Þróttarar voru með fjóra erlenda leikmenn á reynslu í leiknum, en liðið leitar nú að styrkingu fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / FH samdi viđ fćreyskan landsliđsmann og gerđi jafntefli viđ nýliđana
Fara efst