FH samdi vi­ fŠreyskan landsli­smann og ger­i jafntefli vi­ nřli­ana

 
Fˇtbolti
22:12 19. JAN┌AR 2016
Heimir Gu­jˇnsson fÚkk nřjan leikmann Ý kv÷ld.
Heimir Gu­jˇnsson fÚkk nřjan leikmann Ý kv÷ld. V═SIR/VALLI

Íslandsmeistarar FH sömdu í kvöld við færeyska landsliðsmanninn Sonni Ragnar sem hefur verið á reynslu hjá félaginu að undanförnu.

Ragnar er 21 árs gamall varnarmaður sem var síðast á mála hjá danska úrvalsdeildarliðinu Midtjylland, en þetta kemur fram á fótbolti.net.

Sonni Ragnar, sem á þrettán landsleiki að baki fyrir Færeyjar, var í liði FH í kvöld þegar það mætti Þrótti í riðlakeppni Fótbolta.net-mótsins.

Liðin skildu jöfn, markalaus, en FH vann ekki leik í mótinu. Það tapaði fyrst fyrir KR, 2-1, og svo 2-1 á móti Skaganum.

Þróttarar voru með fjóra erlenda leikmenn á reynslu í leiknum, en liðið leitar nú að styrkingu fyrir átökin í Pepsi-deildinni í sumar.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / Sport / Fˇtbolti / FH samdi vi­ fŠreyskan landsli­smann og ger­i jafntefli vi­ nřli­ana
Fara efst