Íslenski boltinn

FH og Fram vilja Indriða Áka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Stefán
Indriði Áki Þorláksson hefur óskað eftir því að fara frá Val en það staðfesti Magnús Gylfason í samtali við íþróttadeild 365 í dag.

„Eftir leikinn gegn Breiðabliki tilkynnti Indriði Áki að hann vildi fara frá félaginu,“ sagði Magnús. „Við höfum fengið tilboð frá tveimur félögum í úrvalsdeildinni og erum að skoða þau.“

Magnús segir hins vegar að ekki liggi fyrir enn hvort leikmaðurinn verði lánaður eða seldur.

Vísir greindi frá því í síðustu viku að Indriði Áki væri á leið frá félaginu og þá sagði Magnús að hans mál væru komin í ferli.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar hafa FH og Fram gert Valsmönnum tilboð í Indriða Áka en bróðir hans, Alexander Már, leikur með Fram.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×