Sport

FH-ingar spila í Adidas í öllum íþróttagreinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigurður Haraldsson (frjálsíþróttadeild), Jón Rúnar Halldórsson (knattspyrnudeild), Ragnar Ingi Sigurðsson (skylmingardeild) og Ásgeir Jónsson (handknattleiksdeild) skrifa hér undir samninginn.
Sigurður Haraldsson (frjálsíþróttadeild), Jón Rúnar Halldórsson (knattspyrnudeild), Ragnar Ingi Sigurðsson (skylmingardeild) og Ásgeir Jónsson (handknattleiksdeild) skrifa hér undir samninginn. Mynd/FH
Allar deildir FH skrifuðu í dag undir nýjan samstarfssamning við Adidas um að íþróttamenn félagsins munu spila í Adidas-vörum á næstu árum.

Jón Rúnar Halldórsson,m formaður knattspyrnudeildar FH, gerði fyrsta samninginn við Adidas fyrir 24 árum síðan og með því að framlengja um fjögur ár er ljóst að þeir halda upp á aldarfjórðungsafmæli samningsins á næsta ári.

Frjálsíþróttadeild FH hefur keppt í Adidas frá árinu 1998 sleitulaust, og handknattleiksdeildin frá árinu 2001 með smá pásum. En þá bættist skylmingardeildin við núna og því keppa allar deildir FH í Adidas fatnaði.

FH-ingar sem halda bikarkeppnina í frjálsum íþróttum á morgun nýttu tækifærið og merktu Kaplakrika í tilefni af samningnum.

Mynd/FH
Mynd/FH



Fleiri fréttir

Sjá meira


×