Enski boltinn

FH-ingar klárir í slaginn í Borås | Myndir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Davíð Þór Viðarsson á rúllunni á gervigrasi Elfsborg-manna.
Davíð Þór Viðarsson á rúllunni á gervigrasi Elfsborg-manna. mynd/fhingar.net
FH mætir sænska liðinu Elfsborg á heimavelli þess í Borås í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 16.00 á íslenskum tíma.

FH-ingar flugu með leiguflugi til Gautaborgar og þaðan var hálftíma rútuferð til Borås, en veðrið í Svíþjóð er mjög gott og allar aðstæður til fyrirmyndar hjá Elfsborg, að sögn Hafnfirðinga.

Elfsborg leikur á gervigrasi og er erfitt heim að sækja, en það hefur verið að spila vel í deildinni að undanförnu. Það komst í Evrópudeildina með því að vinna bikarinn á síðustu leiktíð.

Sænskir fjölmiðlar hafa sýnt leiknum mikinn áhuga og hafa menn sóst eftir viðtölum við miðvörðinn Kassim Doumbia og skoska framherjann StevenLennon.

FH-ingar.net, stuðningsmannasíða FH, er með í för og tók haug af myndum á fyrsta degi liðsins í Svíþjóð. Nokkrar af þeim má sjá hér að neðan.

Hafnfirðingar hita upp.mynd/fhingar.net
Reitaboltinn alltaf vinsæll.mynd/fhingar.net
FH-ingar lentu í Gautaborg og tóku rútu til Borås.mynd/fhingar.net
Menn þurfa að nærast.mynd/fhingar.net
Heimir Guðjónsson í háum sokkum.mynd/fhingar.net
Kassim Doumbia í viðtali við sænskan miðil.mynd/fhingar.net
Friðrik Dór er auðvitað mættur til að sjá bróður sinni, Jón Jónsson.mynd/fhingar.net
Slakað á á hótelinu.mynd/fhingar.net



Fleiri fréttir

Sjá meira


×