Fótbolti

FH-ingar í næturflugi til Finnlands

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingurinn Pétur Viðarsson,.
FH-ingurinn Pétur Viðarsson,. Vísir/Andri Marinó
FH-ingar leggja af stað í nótt til Finnlands þar sem að þeir mæta liði SJK Seinäjoki í forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta á fimmtudaginn kemur.

FH-ingar taka næturflug til Finnlands en þeir fá síðan tvo heila daga úti í Finnlandi til að undirbúa sig fyrir leikinn.

Flugvélin fer í loftið klukkan eitt að íslenskum tíma og ætti að lenda um klukkan sex að morgni að finnskum tíma.

SJK Seinäjoki er frá samnefndum bæ í vesturhluta Finnlands en leikurinn við FH fer fram á Sonera Stadium í Helsinki. Seinni leikur liðanna fer síðan fram á Kaplakrikavellinum í næstu viku.

SJK Seinäjoki er eins og er í 3. sæti finnsku deildarinnar en liðið gerði 1-1 jafntefli í síðasta leik sínum fyrir FH-leikinn.

Þetta veður fyrsti Evrópuleikur SJK Seinäjoki í sögu félagsins en liðið náðu 2. sæti í finnsku deildinni í fyrra sem var jafnframt fyrsta tímabil þess í efstu deild.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×