Íslenski boltinn

FH borgaði 4,5 milljónir fyrir Þórarinn Inga

íþróttadeild 365 skrifar
Þórarinn Ingi Valdimarsson spilar með FH næstu árin.
Þórarinn Ingi Valdimarsson spilar með FH næstu árin. vísir/andri marinó
Eyjamaðurinn Þórarinn Ingi Valdimarsson samdi við FH til fjögurra ára á þriðjudaginn, en hann kom til Hafnafjarðarliðsins frá uppeldisfélagi sínu ÍBV.

Þórarinn, sem spilað hefur allan sinn feril með ÍBV fyrir utan stutta dvöl hjá Sarpsborg í Noregi, gerði nýjan samning við Eyjamenn í byrjun árs og var samningsbundinn liðinu út næsta tímabil.

Því þurfti FH að kaupa leikmanninn af ÍBV eins og kom fram á heimasíðu FH-inga þegar félagaskiptin voru tilkynnt.

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar borgaði FH Eyjamönnum 4,5 milljónir króna fyrir Þórarinn Inga sem hefur átt sæti í landsliðshópi Lars Lagerbäcks og Heimis Hallgrímssonar undanfarna mánuði.

Stjórnarmaður félags í Pepsi-deildinni tjáði íþróttadeild enn fremur að umboðsmaður Þórarins Inga hefði boðið honum leikmanninn fyrir sömu upphæð, en hann hafnaði boðinu.

Þórarinn Ingi kom inn í lið ÍBV 17 ára gamall árið 2007 og hefur síðan þá spilað 133 leiki og skorað 20 mörk fyrir Eyjamenn í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.

Hann var á meðal bestu leikmanna deildarinnar 2010, 2011 og 2012 þegar ÍBV barðist um Íslandsmeistaratitilin undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, en Þórarinn olli nokkrum vonbrigðum í sumar þegar hann kom heim á miðjutímabili frá Sarpsborg.

Hann spilaði átta leiki í Pepsi-deildinni án þess að skora en safnaði sjö gulum spjöldum og fór tvívegis í leikbann.

Auk Þórarins Inga eru FH-ingar búnir að fá til sín Finn Orra Margeirsson frá Breiðabliki, tvo stóra bita á leikmannamarkaðnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×