Íslenski boltinn

FH ætlar að semja við Belgann

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jonathan Hendrickx í leik með Fortuna Sittard.
Jonathan Hendrickx í leik með Fortuna Sittard. Mynd/fortunasc.nl
FH hefur mikinn áhuga á að semja við Jonathan Hendrickx, tvítugan belgískan bakvörð, sem verið hefur til reynslu hjá Hafnafjarðarliðinu undanfarna daga.

„Okkur líst mjög vel á hann. Viðræður eru hafnar, en svo er eitt að vilja semja við hann og annað að ná að semja,“ segir BirgirJóhannsson, framkvæmdastjóri FH, í samtali við Vísi.

Hendrickx, sem spilaði með Fortuna Sittard í hollensku B-deildinni frá 2012 þar til hann var leystur undan samningi í vor, kemur til FH í gegnum sama umboðsmann og benti liðinu á miðvörðinn magnaða, KassimDoumbia.

„Þetta verður vonandi klárt strax eftir helgi. Við viljum endilega sjá hvort það sé ekki hægt að ganga frá þessu,“ segir Birgir en takist að semja við Belgann getur hann byrjað að spila með FH 15. júlí þegar félagaskiptaglugginn verður opnaður.

Guðjón Árni Antoníusson, hægri bakvörður FH, þarf mögulega að hætta knattspyrnuiðkun vegna höfuðáverka og vinstra megin hefur hinn ungi BöðvarBöðvarsson spilað í fjarveru Sams Tillens sem er meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×