Innlent

FG vann Gettu betur í fyrsta sinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Viðbrögð liðs FG þegar ljóst var að þau hefðu unnið.
Viðbrögð liðs FG þegar ljóst var að þau hefðu unnið. skjáskot af vef rúv
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ hafði betur gegn Kvennaskólanum í Reykjavík í úrslitum Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, en úrslitin fóru fram í Háskólabíói og voru í beinni útsendingu á RÚV.

 

Er þetta í fyrsta sinn sem FG vinnur keppnina en þetta var í annað sinn sem skólinn komst í úrslit. Lið FG fór í úrslit í fyrsta sinn árið 2015 en laut þá í lægra haldi fyrir Menntaskólanum í Reykjavík.

Leikar fóru þannig í kvöld að FG hlaut 34 stig en Kvennó 24 stig.

FG vann keppnina í fyrri vísbendingaspurningu seinasta hluta keppninnar með því að ná níu stiga forskoti en þá voru aðeins sex stig eftir í pottinum. Var spurt um ákveðið fyrirbæri og var svarið rigning. Lið FG var skipað þeim Guðrúnu Kristínu, Jóel Ísak og Gunnlaugi.

Uppfært kl. 21:27:Fréttin var uppfærð þegar keppninni lauk.

Lið FG lyftir hljóðnemanum, verðlaunagrip Gettu betur, á loft. Í bakgrunni sést í Vilhelm Anton Jónsson, annan af dómurum keppninnar, og þá glittir líka í hinn dómarann, Bryndísi Björgvinsdóttur.skjáskot af vef rúv



Fleiri fréttir

Sjá meira


×