Erlent

Festust saman í samförum í sjónum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty
Ungt par endaði á dögunum á sjúkrahúsi eftir að það festist saman í samförum í sjónum við bæinn Porto San Giorgio í Marche héraði á Ítalíu. Local greinir frá.

Parið unga ætlaði að gera sér glaðan dag á ströndinni, sem nánast var mannlaus. Ákváðu þau að njóta ásta í sjónum en svo fór sem fór, limur mannsins festist í leggöngum konunnar. 

Skötuhjúin biðu, föst saman, í nokkurn tíma í sjónum þar til þau náðu að fanga athygli konu sem var á ströndinni. Sú rétti þeim handklæði og í kjölfarið var parið flutt á sjúkrahús þar sem það var losað í sundur.

Í fréttinni kemur ekki fram hvað það var sem olli því að parið festist saman, en líklega er um að ræða vaginismus eða skeiðarkrampa. Skeiðarkrampi gerir það að verkum að vöðvar í legopi dragast saman.

Þrátt fyrir að afar sjaldgæft sé að rekkjunautar festist saman með þessum hætti þá er þetta ekki eina dæmið á þessu ári. Slíkt átti sér einnig stað í Zimbabve í júlí síðastliðnum en það var faðir mannsins sem fékk það verkefni að losa parið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×