Viðskipti innlent

Festi semur við Nýherja um hýsingu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Björnsson, forstjóri Festi, ásamt Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja.
Jón Björnsson, forstjóri Festi, ásamt Finni Oddssyni, forstjóra Nýherja. Aðsend mynd
Festi hf. hefur samið við Nýherja um hýsingu miðlægra upplýsingatæknikerfa sinna. „Nýherji hefur í fjölmörg ár staðið framarlega í þekkingu á tölvuinnviðum svo hægt sé að færa viðskiptavinum tækni morgundagsins. Um leið er það okkur mikið keppikefli að tryggja, viðskiptavini eins og Festi, eins góða þjónustu og kostur er og hjálpa starfsfólki þess að nýta tæknina til að ná betri árangri í sínum rekstri,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja.

„Nýting upplýsingatækni er ein af forsendum aukins hagræðis í smásölu og því leggjum við mikið upp úr vali á samstarfsaðilum á því sviði. Nýherji býr að mikilli reynslu, öflugu lausnaframboði á mörgum sviðum og hefur að auki lagt sérstaka áherslu á hátt þjónustustig, sem er okkur að skapi. Við væntum því mikils af samstarfi okkar við Nýherja sem hefur farið vel af stað, “ segir Jón Björnsson forstjóri Festi.

Festi hf. rekur verslanir undir merkjum Krónunnar, Nóatúns, Kjarvals, ELKO, Intersport,  vöruhótelsins Bakka auk fasteignareksturs sem tilheyrir rekstri verslana Festi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×