Formúla 1

Ferrari staðfestir komu Vettel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferrari hefur nú staðfest það sem legið hefur lengi í loftinu - Fernando Alonso yfirgefur keppnisliðið að tímabilinu loknu og mun Þjóðverjinn Sebastian Vettel taka sæti hans.

Kimi Raikkönen verður áfram hjá Ferrari og verður liðsfélagi Vettel næstu árin. Vettel er ríkjandi meistari í Formúlu 1 og hefur reyndar unnið fjögur ár í röð. Talið er að Alonso gangi í raðir McLaren.

Í síðasta mánuði greindi Christian Horner, liðsstjóri Red Bull, frá ákvörðun Vettel að fara frá Red Bull. „Frá og með 1. janúar verður hann keppinautur okkar. Hann verður Ferrari ökumaður,“ sagði Horner þá og nú hefur það verið staðfest.

Forráðamenn Ferrari hafa ekkert tjáð sig um málið fyrr en nú en nýttu tækifærið í dag er formlegur undirbúningur fyrir lokamót tímabilsins í Abu Dhabi hófst í dag.

„Ég verð næstu árin hjá Scuderia Ferrardi og þar með hefur draumur ræst hjá mér,“ sagði Vettel. „Þegar ég var strákur var mín mesta hetja, Michael Schumacher, í rauða bílnum og er það gríðarlegur heiður að fá loksins að fá tækifæri til að aka Ferrari.“


Tengdar fréttir

Framtíð Fernando Alonso í óvissu

Tvöfaldi heimsmeistarinn Fernando Alonso hefur ekkert viljað staðfesta hvar hann muni aka á næsta ári. Hann hefur nú útilokað að taka sér frí í eitt ár.

Sebastian Vettel til Ferrari

Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel hefur tekið ákvörðun um að yfirgefa herbúðir Red Bull þar sem hann hefur unnið alla sína titla í Formúlu 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×