SUNNUDAGUR 26. FEBRÚAR NÝJAST 17:08

Svona lítur hinn nýi Nokia 3310 út

VIĐSKIPTI

Ferrari frumsýnir nýjan fák

 
Formúla 1
21:15 19. FEBRÚAR 2016
SF16-H bíll Ferrari 2016
SF16-H bíll Ferrari 2016 VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Ferrari frumsýndi í dag nýjasta bíl sinn, sem fengið hefur yfirhalningu. Bíllinn verður keppnisbíll Ferrari í ár.

SF16-H skartar gamaldags útliti, með hvítt loftinntak og almennt er meira hvítt á bílnum. Bíllinn svipar til Ferrari bíla fortíðarinnar.

Ferrari ætlar SF16-H að skora á Mercedes á hólm í ár.

SF16-H er með fjöðrun sem hefur ekki sést áður á Ferrari bílnum. Áður fyrr hélt Ferrari fast í tog fjöðrun en hefur nú skipt í fjöðrun sem ýtir frekar en togar.

Nýja fjöðrunin hefur verið talin henta akstursstíl ökumanna Ferrari, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen betur en sú gamla.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Ferrari frumsýnir nýjan fák
Fara efst