FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 16:31

Sautján stiga sigur og Ísland í undanúrslit

SPORT

Ferrari frumsýnir nýjan fák

 
Formúla 1
21:15 19. FEBRÚAR 2016
SF16-H bíll Ferrari 2016
SF16-H bíll Ferrari 2016 VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Ferrari frumsýndi í dag nýjasta bíl sinn, sem fengið hefur yfirhalningu. Bíllinn verður keppnisbíll Ferrari í ár.

SF16-H skartar gamaldags útliti, með hvítt loftinntak og almennt er meira hvítt á bílnum. Bíllinn svipar til Ferrari bíla fortíðarinnar.

Ferrari ætlar SF16-H að skora á Mercedes á hólm í ár.

SF16-H er með fjöðrun sem hefur ekki sést áður á Ferrari bílnum. Áður fyrr hélt Ferrari fast í tog fjöðrun en hefur nú skipt í fjöðrun sem ýtir frekar en togar.

Nýja fjöðrunin hefur verið talin henta akstursstíl ökumanna Ferrari, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen betur en sú gamla.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Ferrari frumsýnir nýjan fák
Fara efst