Formúla 1

Ferrari fljótastir á fyrsta degi æfinga

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vettel var fljótastur á æfingum dagsins á Ferrari fák sínum.
Vettel var fljótastur á æfingum dagsins á Ferrari fák sínum. Vísir/Getty
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótasti maður dagsins á fyrsta æfingadegi fyrir komandi keppnistímabil.

Vettel ók 60 hringi fast á hæla hans kom Marcus Ericsson á Sauber en hann ók 73 hringi. Nico Rosberg varð þriðji á Mercedes bíl sínum. Tími Rosberg var um hálfri sekúndu lakari en tími Vettel en Rosberg ók lang mest eða 157 hringi. Fjöldi hringja sem Mercedes bíllinn komst vekur gríðarlega athygli og aðdáun. Greinilegt að Mercedes ætlar ekki að gefa neitt eftir.

Fernando Alonso á McLaren-Honda ók lang hægast allra í dag. Hann var rúmum 18 sekúndum á eftir Vettel og ók aðeins 6 hringi. Einhverjir byrjunarörðuleikar í herbúðum McLaren. Við þeim var þó að búast enda mikið af nýjum tæknibúnaði um borð.

Lotus missti af fyrsta æfingadeginum, bíllinn ætti þó að vera kominn til Jerez núna.

Toro Rosso, Red Bull og Mercedes afhjúpuðu bíla sína á brautinni í dag. Red Bull bíllinn var í felulitum sem kom á óvart. Litirnir eru sérstaklega ætlaðir til æfinga.


Tengdar fréttir

Neale: Fyrri hluti tímabilsins verður erfiður

McLaren hefur sagt að mikil vinna sé fyrir hödum til að komast aftur í toppbaráttuna í Formúlu 1. Helsta forgangsatriðið núna sé að koma nýju Honda vélinni í keppnisform.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×