Enski boltinn

Fernandez sleppur við bannið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur dregið rauða spjaldið sem Federico Fernandez, leikmaður Swansea, fékk í 2-1 tapi liðsins gegn Liverpool í ensku deildabikarkeppninni til baka.

Fernandez fékk beint rautt spjald fyrir tæklingu á Philippe Coutinho á 90. mínútu en skömmu síðar skoraði Dejan Lovren sigurmark leiksins.

Hefði rauða spjaldið staðið óhaggað hefði Fernandez fengið sjálfkrafa þriggja leikja bann en stjóri Swansea, Garry Monk, gagnrýndi mjög dómarann Keith Stroud eftir leikinn.


Tengdar fréttir

Stjóri Gylfa alveg búinn að fá sig full saddan

Garry Monk, knattspyrnustjóri Swansea City, er alveg búinn að fá nóg af slæmum ákvörðunum dómara í leikjum liðsins að undanförnu og hann hefur nú óskað eftir fundi með Mike Riley, yfirmanni dómara í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×