Enski boltinn

Fernandez í læknisskoðun hjá Swansea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Federico Fernandez í baráttunni á HM í sumar.
Federico Fernandez í baráttunni á HM í sumar. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Swansea fá nýjan liðsfélaga á næstu dögum en samkvæmt heimildum SkySports er Federico Fernandez í læknisskoðun hjá félaginu.

Fernandez sem lék fjóra leiki með argentínska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu kemur til Swansea frá Napoli á Ítalíu. Nýtti hann tækifærið um helgina og kvaddi stuðningsmenn Napoli á Twitter-síðu sinni.

Eftir frábæran sigur á Manchester United í fyrstu umferð er talið að Garry Monk, knattspyrnuþjálfari Swansea, vilji bæta við 2-3 leikmönnum áður en félagsskiptaglugginn lokar, þar á meðal Fernandez.

„Við vonumst til þess að klára félagsskiptin hans á næstu dögum. Við erum á eftir leikmönnum sem styrkja liðið og hann er leikmaður hefur spilað á stærsta sviðinu með Napoli og Argentínu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×