Erlent

Fermetrinn á 22 milljónir

horfti yfir höfnina Dýrasta íbúð í heimi er í fjölbýlishúsi handan við höfnina í Monte Carlo í Mónakó.Fréttablaðið/AFP
horfti yfir höfnina Dýrasta íbúð í heimi er í fjölbýlishúsi handan við höfnina í Monte Carlo í Mónakó.Fréttablaðið/AFP

Bræðurnir Christian og Nick Candy, fyrrverandi viðskiptavinir Kaupþings í Bretlandi, hafa selt þakíbúð sína í Monte Carlo í Mónakó fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði rúmra 36 milljarða króna.

Kaupandinn er fjárfestir frá Miðausturlöndum sem vill ekki láta nafn síns getið.

Þetta er hæsta íbúðarverð í heimi og jafngildir því að fermetrinn kosti 22 milljónir íslenskra króna.

- jab



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×