Erlent

Ferja brennur undan strönd Corfu

Gunnar Valþórsson skrifar
Mikinn reyk leggur frá ferjunni og eru aðstæður til björgunar hinar verstu.
Mikinn reyk leggur frá ferjunni og eru aðstæður til björgunar hinar verstu. ap
Rúmlega tvöhundruð og fimmtíu manns eru enn um borð í ítölsku ferjunni sem brennur nú undan ströndum grísku eyjunnar Corfu.

Björgunaraðgerðir eru í fullum gangi en aðstæður eru hinar verstu, mikil ölduhæð og hvass vindur. Í morgun var búið að bjarga tvöhundruð tuttugu og einum einstaklingi frá borðinni en í ferjunni voru 478 manns.

Vitað er um að einn hafi látist en sá reyndi að stökkva frá borði og að minnsta kosti einn annar er slasaður. Enn er barist við eldinn um borð en eldsupptök eru talin hafa verið á bílaþilfari ferjunnar.


Tengdar fréttir

Einn látinn á Jónahafi

Að minnsta kosti einn er látinn og annar alvarlega slasaður eftir að eldur kom upp í ferju nálægt eyjunni Korfú í Jónahafi í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×