Enski boltinn

Ferguson: Wenger er einn af bestu stjórum í sögu úrvalsdeildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Fergie og Wenger háðu mörg stríðin á sínum tíma.
Fergie og Wenger háðu mörg stríðin á sínum tíma. vísir/getty
Það hafa margir talað fallega um Arsene Wenger, stjóra Arsenal, í dag og hans gamli fjandvinur, Sir Alex Ferguson, hrósaði Frakkanum í dag.

„Ég er ánægður að sjá að hann hefur tekið þessa ákvörðun núna svo það sé hægt að kveðja hann á réttan hátt,“ sagði Ferguson sem háði margar rimmur við Wenger í gegnum tíðina og var ekki alltaf gott á milli þeirra.

„Wenger er án nokkurs vafa einn af bestu stjórum úrvalsdeildarinnar frá upphafi og ég er stoltur af því að hafa verið keppinautur hans, kollegi og vinur þessa frábæra manns.

„Það segir margt um hæfileika hans, fagmennsku og ákveðni að hann sé búinn að gefa þessu starfi 22 ár af ævi sinni.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×