Enski boltinn

Ferguson: Mourinho mun leysa vandamál Chelsea

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ferguson og Mourinho voru góðir vinir utan vallar.
Ferguson og Mourinho voru góðir vinir utan vallar. Vísir/Getty
Þrátt fyrir slakt gengi undanfarnar vikur telur Sir Alex Ferguson að Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, muni leysa úr vandamálum Chelsea.

Ferguson sem er þessa dagana að kynna nýju bók sína í Bandaríkjunum veitti Shaka Hislop, fyrrum markverði úr ensku úrvalsdeildinni viðtal þar sem hann ræddi meðal annars Jurgen Klopp og gengi Chelsea undanfarnar vikur.

„Þetta er sennilega í fyrsta sinn sem liðið hans er meðal fimm neðstu liða deildarinnar, þetta er ótrúlegt. Frábærir þjálfarar eins og hann ná hinsvegar alltaf að finna lausnir á vandamálunum og ég hef enga trú á öðru en að hann nái því.“

Chelsea er með átta stig eftir átta leiki en liðið hefur þegar tapað fleiri leikjum heldur en á öllu síðasta tímabili.

„Hann mun finna lausn, það mun taka tíma en fólk má ekki gleyma því að hann saknar Thibaut Courtois sem er frábær markmaður. Svo hefur John Terry, besti varnarmaður liðsins, átt erfitt. Þegar hryggjarsúla liðsins er ekki upp á sitt besta mun liðið lenda í vandræðum.“


Tengdar fréttir

Ferguson hefur trú á Klopp

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Jürgen Klopp sé rétti maðurinn fyrir Liverpool en Þjóðverjinn var kynntur til leiks sem næsti stjóri Bítlaborgarliðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×