Enski boltinn

Ferguson: Guardiola nær aldrei sama árangri hjá City og hann gerði hjá Barca

Tómas Þór þórðarson skrifar
Pep Guardiola og Sir Alex Ferguson eru góðir vinir.
Pep Guardiola og Sir Alex Ferguson eru góðir vinir. vísir/getty
Sir Alex Ferguson, fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, ræddi helstu stórmál fótboltans í stóru viðtali við Sky Sports sem breski íþróttafréttamiðilinn birtir nú brot og brot úr á heimasíðu sinni.

Ferguson var eðlilega spurður út í Pep Guardiola sem tekur við Manchester City í sumar en spænski þjálfarinn var lengi vel talinn líklegur arftaki Sir Alex á Old Trafford.

Sjá einnig:Ferguson: Þessir 1-0 sigrar skila Leicester titlinum eins og ég veit allt um

Guardiola bjó til, að flestra mati, besta lið sögunnar hjá Barcelona þar sem hann fann 14 stóra titla á fjórum leiktíðum og nú er hann búinn að vinna Þýskalandsmeistaratitilinn tvö ár í röð með Bayern München.

„Pep hefur gríðarlegt vinnusiðferði og ætlast til mikils á æfingum. Þeir sem ætla ekki að leggja mikið á sig hjá City munu ekki endast lengi. Hann er hæfileikaríkur þjálfari, það er engin spurning,“ segir Ferguson um Spánverjann í viðtalinu.

„Manchester City var svo sannarlega að landa stórum bita með að fá Pep en þetta verður ekki auðvelt fyrir hann. Enski boltinn er ekki auðveldur.“

„Allir erlendir þjálfarar sem hafa komið hingað segja sömu sögu. Arsene Wenger talaði um hversu erfiður enski boltinn er nokkrum mánuðum eftir að hann kom og sama gerði José Mourinho.“

„Pep mun ná árangri hjá City en hann mun aldrei aftur endurtaka það sem hann gerði hjá Barcelona. Viðmiðið er bara of hátt því það var besta liðið,“ segir Sir Alex Ferguson.


Tengdar fréttir

Tók Pep fram yfir Man. Utd

Síle-maðurinn Arturo Vidal segist hafa hafnað því að fara til Man. Utd síðasta sumar því hann vildi spila fyrir Pep Guardiola.

Guardiola á enga útgönguleið

Það skiptir ekki máli hvort Man. City verði í Meistaradeildinni eða Evrópudeildinni næsta vetur. Pep Guardiola verður samt stjóri liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×