Enski boltinn

Ferguson: Carrick besti enski leikmaðurinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, hefur mikið álit á Michael Carrick en liðið hefur unnið sex af sjö leikjum liðsins síðan að Carrick sneri aftur eftir ökklameiðsli í síðasta mánuði.

„Ég tel að Michael sé besti miðjumaðurinn í enskum fótbola. Ég tel að hann sé besti enski leikmaðurinn sem er að spila í dag,“ sagði Ferguson í samtali við BT Sport í Bretlandi.

Tímabilið byrjaði heldur illa hjá United enda hefur stjóri liðsins, Louis van Gaal, mátt glíma við mikil meiðsli hjá leikmönnum sínum. Angel Di Maria sneri aftur um helgina en þeir Ander Herrera, Marouane Fellaini, Marcos Rojo, Chris Smalling, Luke Shaw og Daily Bilnd eru allir á sjúkralistanum.

„Ég veit ekki hvernig er hægt að ætlast til þess að Van Gaal nái hámarksárangri með öll þessi meiðsli. United fer á flug þegar hann fær sína bestu leikmenn til baka - sanniði til. Hann er frábær þjálfari og mun standa sig vel.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×