Lífið

Drykkjuvandamál bandarísks ferðamanns á Íslandi fer á flug

Mark Tretter glímir hér við algengt íslenskt drykkjuvandamál
Mark Tretter glímir hér við algengt íslenskt drykkjuvandamál MYND/SKJÁSKOT
„Það er fallegur íslenskur dagur í dag. Ekki nema smá vindur úr norðaustri held ég og ég ætla að reyna að fá mér smá vatnssopa í vindinum,“ segir bandaríski ferðamaðurinn Mark Tretter í spaugilegu myndbandi sem hefur farið sem eldur í sinu um netheima í dag.

Myndbandið rataði fyrst á vefinn í mars í fyrra en fór ekki á flug fyrr en það rataði inn á Facebook-síðu FHM-tímaritsins í dag.

Alls hafa rúmlega 220 þúsund manns horft á svaðilfarir Tretters en í athugasemd við myndbandið segist hann hafa tekið það upp sunnan við hótelið Búðir á Snæfellsnesi.

Skömmu áður en kveikt var á myndavélinni hafi hann tapað gleraugunum sínum í vindhviðunum sem hann telur hafa náð allt að 35 metrum á sekúndu.

Myndband Tretters má nálgast hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×