Enski boltinn

Ferdinand skrifaði undir eins árs samning hjá QPR

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rio Ferdinand fetar í fótspor bróðir síns sem lék áður fyrr með QPR.
Rio Ferdinand fetar í fótspor bróðir síns sem lék áður fyrr með QPR. Vísir/Getty
Rio Ferdinand skrifaði undir eins árs samning hjá nýliðum QPR í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Ferdinand sem lék um tólf ára bil með Manchester United gengur til liðs við QPR á frjálsri sölu.

Ferdinand sem er 35 ára gamall er uppalinn í London en hann lék með West Ham um í fjögur ár áður en hann var seldur til Leeds. Frá Leeds var Rio seldur til erkifjendanna í Manchester United en hann varð dýrasti breski leikmaður sögunnar á þeim tíma og dýrasti varnarmaður heims.

Ferdinand lék 312 úrvalsdeildarleiki með United á tólf ára ferli sínum hjá félaginu og vann hann ensku úrvalsdeildina sex sinnum, enska bikarinn einu sinni og Meistaradeildina einu sinni.

Þá lék Rio á sínum tíma 81 landsleik fyrir hönd Englands en hann var um tíma fyrirliði liðsins. Hann hefur hinsvegar ekki leikið leik með enska landsliðinu frá árinu 2011 og lagði landsliðsskónna á hilluna á síðasta ári.

Rio fetar þar með í fótspor bróðir síns, Anton Ferdinand, sem lék með QPR á árunum 2011-2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×