Enski boltinn

Ferdinand réttir fram hjálparhönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ferdinand hefur enn sterkar taugar til West Ham.
Ferdinand hefur enn sterkar taugar til West Ham. vísir/getty
Rio Ferdinand hefur boðist til að hjálpa West Ham United að laga varnarleik liðsins sem hefur verið skelfilegur á tímabilinu.

West Ham tapaði 1-5 fyrir Arsenal á laugardaginn og hefur alls fengið á sig 29 mörk í 14 deildarleikjum á tímabilinu. Aðeins Swansea City hefur fengið á sig fleiri mörk (31).

Ferdinand hóf ferilinn með West Ham og hann hefur greint stjórn félagsins frá því að hann sé tilbúinn að hjálpa til við að stoppa í götin í vörn Hamranna.

Ferdinand og Slaven Bilic, knattspyrnustjóri West Ham, þekkjast ágætlega en þeir léku saman hjá liðinu á árunum 1996-97.

Ferdinand lagði skóna á hilluna á síðasta ári og hefur síðan þá starfað sem sparkspekingur í sjónvarpi.

West Ham er í 17. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, einu stigi frá fallsæti. Liðið sækir Liverpool heim um næstu helgi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×