Viðskipti innlent

Ferðaþjónustan fær mun meiri tekjur en áður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekki fást upplýsingar að svo stöddu um hvernig nýtt fyrirkomulag um tekjuöflun fyrir ferðaþjónustuna verður.
Ekki fást upplýsingar að svo stöddu um hvernig nýtt fyrirkomulag um tekjuöflun fyrir ferðaþjónustuna verður. Vísir/Vilhelm
Samkvæmt upplýsingum frá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu stendur ekki til að skera niður fjárframlög til ferðaþjónustunnar.

Þrátt fyrir að Ferðamálastofa fái 126 milljónum minna á næsta ári en í ár er sá peningur enn eyrnamerktur ferðamálum þar sem hann fer beint til Íslandsstofu vegna kynningar-og markaðssóknar erlendis.

Ráðuneytið segir að aldrei hafi meiri pening verið varið til ferðamála en í ár; rúmur hálfur milljarður hefur til dæmis farið í uppbyggingu á innviðum ferðamannastaða.

Nýtt frumvarp sem lagt verður fyrir á haustþingi á síðan að skila ferðaþjónustunni umtalsvert meiri tekjum en nokkurn tímann áður. Hvernig það fyrirkomulag verður og hvenær það tekur gildi er í höndum Alþingis en ráðuneytið staðfestir að útfærðar tillögur séu ekki komnar fram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×