Erlent

Ferðaþjónusta fær háar sektir

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Leigubílastöðvar sem sjá um ferðaþjónustu í Stokkhólmi hafa ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru.
Leigubílastöðvar sem sjá um ferðaþjónustu í Stokkhólmi hafa ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru. NORDICPHOTOS/AFP
Yfirvöld í Stokkhólmi hyggjast sekta leigubílastöðvar sem sjá um ferðaþjónustu fyrir hreyfihamlaða um 10 milljónir sænskra króna eða sem samsvarar rúmlega 120 milljónum íslenskra króna.

Á vef sænska dagblaðsins Dagens Nyheter er haft eftir fulltrúa samgöngunefndar að leigubílastöðvarnar hafi ekki uppfyllt þær kröfur sem gerðar voru um ferðaþjónustuna.

Kvartað hefur verið undan því að bílar hafi ekki komið og bílstjórar hafi iðulega komið of seint. Jafnframt hafa einstaklingar kvartað undan slæmu viðmóti. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×