Innlent

Ferðaþjónusta fær ekki hús í Elliðaey

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Í Elliðaey eru bjargnytjamenn og búfénaður í forgangi.
Í Elliðaey eru bjargnytjamenn og búfénaður í forgangi. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Félagið EyjaTours fær ekki að byggja þjónustuhús fyrir ferðamenn í Elliðaey. „Samkvæmt gildandi aðalskipulagi eru ekki skipulagðar lóðir í úteyjunum og ekki stendur til að gera breytingu þar á,“ segir umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja.

„Í Elliðaey er árþúsunda hefð fyrir nýtingu lands í úteyjum fyrir bjargnytjar og búfé og er nytjasamningur við Elliðaeyjafélagið um slíkt,“ heldur ráðið áfram og undirstrikar að ef EyjaTours ætli með ferðamenn í úteyjar verði félagið að sækja um leyfi til sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×