Viðskipti innlent

Ferðamenn vörðu tveimur milljörðum í náttúruskoðun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Boðið er upp á rútuferðir að Geysi í Haukadal og njóta þær mikilla vinsælda.
Boðið er upp á rútuferðir að Geysi í Haukadal og njóta þær mikilla vinsælda. vísir/vilhelm.
Erlendir ferðamenn greiddu næstum 7,9 milljarð króna með greiðslukortum sínum hér á landi, sem er 39,1% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Samkvæmt tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar vörðu ferðamennirnir rúmum tveimur milljörðum króna af þeirri upphæð í skipulegar ferðir á vegum ýmissa ferðaþjónustuaðila sem tengjast náttúruskoðun.

Mikil aukning hefur orðið í útgjaldarliðnum náttúruskoðun. Þannig var erlend kortavelta í skipulagðar ferðir 87,3% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra. Þarna er um að ræða fjölbreytta þjónustu þar sem ferðamönnum er boðið til að geta notið íslenskrar náttúru eins og rútuferðir með leiðsögn, jöklaferðir, útsýnisferðir, hvalaskoðun, fljótasiglingar og aðra sambærilegar skipulegar ferðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×