Viðskipti innlent

Ferðamenn fjórfalt fleiri þrátt fyrir Kárahnjúka

Kristján Már Unnarsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar í gær.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á ársfundi Landsvirkjunar í gær. Vísir/Vilhelm.
Ferðamannastraumur til Íslands er fjórfalt meiri nú en hann var árið 2003, þegar ákvörðun um Kárahnjúkavirkjun var tekin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra nefndi þetta í ræðu á ársfundi Landsvirkjunar í gær vegna umræðu sem var á sínum tíma um neikvæð áhrif framkvæmdanna.

Deilurnar um áhrif Kárahnjúkavirkjunar voru afar heitar og því meðal annars haldið fram að virkjunin kynni að skaða ímynd Íslands og fæla frá ferðamenn. Bjarni Benediktsson gerði þetta atriði að umtalsefni í ræðu sinni í gær og sagði sjálfsagt að öll slík atriði yrðu metin.

„Að lokum varð virkjunin að veruleika. Og það er athyglisvert að á þessu ári er því spáð að til landsins komi rétt um fjórum sinnum fleiri ferðamenn en heimsóttu Ísland árið 2003," sagði Bjarni á ársfundinum.

Frá Kárahnjúkastíflu. Hálslón varð til vegna stíflunnar.Mynd/ Pjetur.

Tengdar fréttir

Tuttugu milljarðar í arð á ári

Arðgreiðslur Landsvirkjunar munu stóraukast og gætu orðið allt að 20 milljarðar árlega eftir tvö til þrjú ár. Á fimm árum hafa 82 milljarðar farið í niðurgreiðslu skulda. Eigið fé hefur ekki verið meira frá upphafsárunum.

Lánshæfismat Landsvirkjunar batnar

Há skuldsetning, fáir viðskiptavinir og tenging við álverð í raforkusamningum koma helst í veg fyrir enn betra lánshæfismat.

Vill arð af orkuauðlindinni í varasjóð

Niðurgreiðslu ríkisskulda, sveiflujöfnunartæki í hagsveiflum, framkvæmdasjóð mikilvægra framkvæmda og þjóðþrifaverka sér Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sem hlutverk orkuauðlindasjóðs sem hann vill stofna í breiðri sátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×